Kristjana Stefáns þriðji gestur Tómasar – engin hraðpróf

Tómas og Kristjana. Ljósmyndir/Jónatan Grétarsson

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson hefur verið að telja niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk.

Hann er nú hálfnaður sem þýðir að það styttist í jólin en síðustu helgar komu Bríet og tónlistarmaðurinn og þjóðargersemin KK til Þorlákshafnar og héldu stórskemmtilega tónleika.

Sunnudaginn 12. desember kl. 16 er það Kristjana Stefáns sem syngur með Tómasi af sinni alkunnu snilld og þar sem kirkjunni er hólfaskipt þá er engin þörf á hraðprófum, aðeins að mæta með grímuna og jólaskapið.

Síðasti gestur Tómasar er Júníus Meyvant sem lætur ljós sitt skína 19. desember. Miðaverð er 3500 kr. og miðasala er á tix.is.

Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingasjóði SASS.

Fyrri greinTryggvi með e11efu mörk í góðum sigri
Næsta greinFramkvæmt fyrir 2 milljarða í Þorlákshöfn til ársins 2031