Krónprinsar sveitaballanna fagna á föstudagskvöld

Skítamórall á sviðinu í Hofi á Akureyri. Ljósmynd/Hilmar Friðþjófsson

Hljómsveitin Skítamórall fagnar því að um þessar mundir að 35 ár eru frá því að sveitin kom fyrst fram en það var árið 1990. Sveitin var stofnuð á Selfossi af fjórum æskufélögum, þeim Hebba, Hanna, Gunna og Adda árinu áður, eða 1989.

Eftir mikla vinnu og ferðalög um landið með stærri sveitum sprakk svo sveitin svo út árið 1997 og frá árinu 1998 hefur hún verið ein sú vinsælasta á Íslandi. Það er engum blöðum um það að fletta að þegar tímabilið í kringum aldamótin er gert upp í tónlistarlegu samhengi þá voru þeir kóngar í ríki sínu. Nafn sveitarinnar er samofið Buffaló skóm, tribal húðflúri, sveittum samkomuhúsum og Séð og heyrt.

Hljómsveitin fagnaði þessum tímamótum með afmælistónleikum í Hofi á Akureyri síðasliðið föstudagskvöld og seinni afmælistónleikarnir verða í Háskólabíói á morgun, föstudag 11. apríl. Miðasala er í fullum gangi á TIX.

Það var frábær stemning í Hofi um síðustu helgi eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan sem Hilmar Friðjónsson ljósmyndari tók.

Fyrri greinMjölnir bauð lægst í Grafningsveg
Næsta greinOddaleikur í Hveragerði á sunnudaginn