Kveikt á trénu í Hveragerði

Ljósin verða tendruð á jólatré Hveragerðisbæjar í Lystigarðinum Fossflöt sunnudaginn 1. desember klukkan 17.

Barnakór kirkjunnar syngur, Pétur Georg Markan bæjarstjóri flytur ávarp og jólasveinarnir kíkja í heimsókn úr Reykjafjalli.

Skátafélagið Strókur býður upp á heitt kakó í skátaheimilinu að Breiðumörk 22 frá klukkan 16 til upphitunar fyrir fjörið í Lystigarðinum.

Hvergerðingar og nærsveitungar eru hvattir til að mæta og eiga saman skemmtilega stund í byrjun aðventu.

Fyrri greinÖruggt á Akureyri
Næsta greinBeta syngur inn jólin