Kvenfélag Hrunamannahrepps er 70 ára í dag en félagið var stofnað þann 1. mars 1942. Í tilefni afmælisins verður opið hús í Félagsheimili Hrunamanna kl. 15-18 í dag.
Gestum og gangandi er boðið í félagsheimilið þar sem sýndir verða ýmsir munir í eigu félagsins. Velunnarar eru velkomnir að líta við og fá sér kaffi og léttar veitingar í tilefni dagsins.
Heimasíða félagins verður opnuð kl. 15:30 og hálftíma síðar mun félagið afhenda æskulýðsnefnd Smára og nýstofnaðri unglingadeild Björgunarfélagsins Eyvindar, Vindi, styrkupphæð þá sem safnaðist á þorrablótinu sem haldið var í janúar síðastliðnum.
Afmælisins verður minnst með ýmsum hætti á árinu og starfa nokkrar konur að undirbúningi að því. Hugmyndir eru m.a. uppi um að ferðast erlendis og að gefa út veglegt afmælisrit.