Kvöldsigling Steina spil endurflutt

Í tilefni af kvöldvöku til heiðurs Steina Spil í Hvítahúsinu á laugardagskvöld verður viðtalsþáttur við Steina endurfluttur á Suðurland FM í kvöld kl. 21.

Þá verður endurfluttur þátturinn Kvöldsigling þar sem Kjartan Björnsson var með Steina í ítarlegu viðtali en Steini, eða Þorsteinn Guðmundsson, var um áraraðir einn vinsælasti tónlistarmaðurinn á Suðurlandi og fór fyrir hljómsveit sinni með mikilli reisn. En auk þess var hann kennari við Gagnfræðaskólann á Selfossi og mjög vinsæll meðal nemenda sinna.

Kvöldvakan á laugardagskvöld er síðasta atriðið í dagskrá menningarmánaðarins október í Árborg.

Fyrri greinHringur hvarf í Skálholtsskóla
Næsta greinÁforma endurgerð gamalla húsa