Um þessar mundir er verið að klára eitt fallegasta útisvið landsins í Lystigarðinum í Hveragerði og verður það vígt á 17. júní.

Af því tilefni þess hefur Menningarfélag Suðurlands ásamt velunnurum ákveðið að halda stórskemmtilegar kvöldvökur í Lystigarðinum dagana 18. og 19. júní næstkomandi, undir yfirskriftinni Allt í blóma.
Á föstudagskvöldinu koma fram Bassadætur, þær Unnur Birna & Dagný Halla, Valgeir Guðjónsson og Hreimur Örn Heimisson.

Á laugardagskvöldinu koma fram Lay Low, Magnús Þór, Stefanía Svavarsdóttir og Stefán Hilmarsson.
Hljómsveitina skipa þeir Pétur Valgarð, Vignir Þór Stefánsson, Óskar Þormarsson og Sigurgeir Skafti.
Uppselt er í For-forsölu en almenn miðasala hefst í dag á tix.is. Miðamagn er takmarkað en hægt er að kaupa miða á sitthvort kvöldið, eða helgarpassa sem gildir bæði kvöldin.

