Vetrarstarf Karlakórs Selfoss er að hefjast. Kynningarkvöld fyrir nýja félaga, sem og eldri, verður haldið fimmtudagskvöldið 29. september kl. 20:00 í félagsheimili kórsins að Eyravegi 67.
Fyrsta æfing vetrarins verður mánudagskvöldið 3. október kl. 20:00 en æft verður einu sinni í viku, á mánudagskvöldum. Komandi starfsár er það 58. í sögu kórsins, sem var stofnaður 1965. Mörg spennandi og skemmtileg verkefni eru framundan en um og yfir 60 söngmenn hafa starfað með kórnum undanfarin ár. Stjórnandi Karlakórs Selfoss er Skarphéðinn Þór Hjartarson og píanóleikari Jón Bjarnason.
Nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir og eldri söngmenn eru hvattir til að mæta.
Aðalfundur kórsins var haldinn þann 5. september síðastliðin og þar var kjörin stjórn, en hana skipa þeir Ómar Þór Baldursson, formaður, Þórir Haraldsson, Einar Hermundsson, Björgvin R. Snorrason, Jóhann Pétur Jóhannsson og Unnar Steinn Guðmundsson.