Eins og margir vita hanga núna uppi á Bókasafninu í Hveragerði myndir eftir Ladda, Þórhall Sigurðsson, og Siggu, Sigríði Rut Thorarensen, konu hans.
Nú er farið að síga á seinni hluta sýningartímans og þegar Laddi kom á bókasafnið um daginn og skemmti með sögum og söng, lofaði hann að koma aftur áður en sýningunni lyki. Það verður þriðjudaginn 3. maí kl. 17:30-18:30. Þá ætlar Laddi að troða upp og taka nokkur lög fyrir gesti, ásamt Hirti Howser sem hefur verið að spila með honum. Allir velkomnir og hressing í boði.
Allir þekkja Ladda sem skemmtikraft og leikara en færri vitað að hann hefur verið að mála undanfarin ár og er enn að. Myndirnar þeirra Ladda og Siggu eru líflegar abstraktmyndir, fígúrur og andlit, málaðar með ýmiss konar litum: olíu, pastel, trélitum, vatnslitum og tússi. Myndirnar eru allar til sölu og kosta 45.000 kr. hver.
Sjón er sögu ríkari og um að gera að koma og skoða og kannski næla sér í mynd.