Lamadýrajól í Skálholtskirkju

Hilmar Örn Hilmarsson er stjórnandi Söngfjelagsins. Ljósmynd/Aðsend

Söngfjelagið mun halda sína áttundu jólatónleika í Skálholtskirkju, laugardaginn 8. desember kl. 16:00 og í Langholtskirkju, sunnudaginn 9. desember kl. 20:00.

Yfirskrift tónleikanna er Lamadýrajól. Þemað í ár kemur frá Suður-Ameríku og verða flutt tvö verk eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez, annars vegar hin þekkta Kreólamessa Misa Criolla og hinsvegar helgisagan um fæðingu Krists Navidad Nuestra. Þá verða flutt nokkur vel valin suðuramerísk jólalög.

Samkvæmt hefð Söngfjelagsins verður einnig frumflutt nýtt íslenskt jólalag. Það er samið í suður-amerískum anda af Hjörleifi Hjartarsyni kórfélaga sem einnig er annar meðlima tvíeykisins Hundur í óskilum.

Suður-ameríska hljómsveitin INTI Fusion, ásamt hinni stórfenglegu brasilísku söngkonu, Bruna Santana, koma fram á tónleikunum, en hljómsveitin var einnig gestur Söngfjelagsins fyrr á þessu ári.

Miðaverð er 4.500 krónur og er miðasala í gangi á tix.is.

Fyrri greinTýndar tugþúsundir komust í réttar hendur
Næsta greinLitir og línur í Bókasafninu