Leikfélag Selfoss hefur hafið æfingar á barnaleikritinu Rúi og Stúi í leikhúsinu við Sigtún.
Leikstjóri er F.Elli Hafliðason og hefur hann valið átta manna glæsilegan hóp ungra sem og eldri leikara. Stefnt er að frumsýningu seinnipartinn í október.
Leikhópurinn vill biðja meðlimi og velunnara félagsins um smá aðstoð. Hann vantar sokka af öllum stærðum og gerðum til að nota í sýningunni (ekki ungbarnasokka þó). Þeir mega vera götóttir og þurfa ekki að vera par. Allir litir leyfilegir og allar gerðir. Eina skilyrðið er að þeir séu hreinir.
Ef þið lumið á stökum, götóttum eða ævintýragjörnum sokkum sem hafa alltaf dreymt um að slá í gegn í leikhúsi, endilega komið þeim þá í leikhúsið eða sendið línu á leikfelagselfoss@gmail.com um það hvernig hægt sé að nálgast sokkana.