Safnahelgin á Suðurlandi verður haldin í fjórða skipti 4.-6. nóvember nk.
Söfn, setur, veitingastaðir, kaffihús, listamenn, handverksfólk, sýningarsvæði og allir sem hafa áhuga geta verið með.
Safnahelgin er góður vettvangur fyrir alla þá sem starfa að hvers konar menningarstarfi til að koma því á framfæri og hvetjum við tónlistarmenn og handverksfólk til að hafa samband við söfn, sýningar eða veitingarhús í sínu nágrenni með mögulegt samstarf í huga.
Frestur til að skrá sig til þátttöku er til 11. október og fer skráningin fram hjá tengiliðum á hverju svæði:
Rangárþing og Ásahreppur – Þuríður Aradóttir: thuri@hvolsvollur.is
Þorlákshöfn og Ölfus – Barbara Guðnadóttir: barbara@olfus.is
Hveragerði – Jóhanna Hjartardóttir: jmh@hveragerdi.is
Árborg – Bragi Bjarnason: bragi@arborg.is
Uppsveitir Árnessýslu – Ásborg Arnþórsdóttir: asborg@ismennt.is
Vestmannaeyjar – Kristín Jóhannsdóttir: kristinj@vestmannaeyjar.is
Hornafjörður – Björg Erlingsdóttir: bjorgerl@hornafjordur.is
Skaftárhreppur – Ólafía Jakobsdóttirr: olafia@klaustur.is
Mýrdalur – Eggert Sólberg Jónsson: eggert@vik.is
Flóahreppur – Margrét Sigurðardóttir: floahreppur@floahreppur.is