Byggðasafn Árnesinga leitar nú að kú til að dvelja í gamla fjósinu á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka þann 26. júní.
Æskilegt er að kýrin líkist Gulrót, þekktri kú frá Eyrarbakka, sem var í eigu Þórunnar Gestsdóttur.
Kúna eignaðist Þórunn eftir mjög hagkvæm viðskipti við Lýð Guðmundsson, hreppstjóra í Litlu-Sandvík. Þau skiptu á gulrótum og einni kvígu. Kvígan kom frá Litlu-Sandvík en gulræturnar úr garði Tótu.
Kýrin var með ljósan díl í enni sem líktist gulrót – og auðvitað fékk hún heiti við hæfi: Gulrót.