Leshringur stofnaður á Selfossi

Í dag kl. 17:15 verður stofnaður leshringur á Bókasafninu á Selfossi. Kl. 17:30 verður Jón Yngvi Jóhannesson, bókmenntafræðingur, með bókaspjall í safninu.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með í leshringnum eru hvattir til að mæta. Fyrsta bókin verður væntanlega kvenspæjarastofa nr.1. og í maí stendur til að lesa Guðrúnu frá Lundi.

Eftir bókaspjall Jóns Yngva verður boðið upp á kaffi og spjall.

Fyrri greinHljóp sitt hraðasta hlaup í ár
Næsta greinFærri eignir seldust í janúar