Léttur leikur á Listasafninu

Slagorð Íslenska safnadagsins í ár er "Fyrir fjölskylduna". Listasafn Árnesinga í Hveragerði býður fjölskyldum í léttan leik í dag á safninu.

Leikurinn felst í því að velta fyrir sér spurningum um núverandi sýningu sem ber heitið Myndin af Þingvöllum.

Til þess að vekja athygli á fjölbreyttri starfsemi safnanna í landinu hefur annar sunnudagur í júlí verið tileinkaður þeim og áherslan er jafnan á söfnin sem vænlegan áfangastað fyrir fjölskylduna.

Fyrri greinÖkumaðurinn klifraði í aftursætið
Næsta greinErill hjá lögreglu á Bestu