Menningarveislu Sólheima lýkur laugardaginn 13. ágúst. Þá verður Lífræni dagurinn á Sólheimum og að venju slá Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds botninn veisluna.
Boðið verður upp á lífrænt grænmeti úr gróðurhúsinu, bakkelsi úr bakaríinu og sápur úr Jurtastofu Sólheima, ásamt öðrum Sólheimavörum í stóru markaðstjaldi. Listmunir íbúa verða einnig til sölu í Versluninni Völu.
Að venju loka Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson Menningarveislunni 2016 með tónleikum í Sólheimakirkju kl. 14:00.
Kaffihúsið og verslunin eru opin kl. 12-18 ásamt markaðstjaldi og sýningum inni og úti. Milli kl. 13 og 17 verða leikir fyrir börn á öllum aldri og kl. 15-17 verða hestar teymdir undir áhugasama knapa.
Kl. 15:30 til 16:30 verður Skátadagurinn þar sem Guðmundur Pálsson stjórnar söng og gleði í Tröllagarði og á milli kl. 15 og 17:30 mallar lífrænt grænmetisnornaseyði, í potti á hlóðum Tröllagarðs. Reynir Pétur gengur um, segir sögur og gefur lífrænt smakk.