Í kvöld kl. 20 er síðasta upplestrarkvöld Sunnlenska bókakaffisins á þessari aðventu og er það helguð kveðskap og geimferðalögum.
Til leiks mæta Pétur Blöndal blaðamaður sem ritstýrir Limrubókinni sem er safn af snjöllustu, fyndnustu og furðulegustu limrum landsmanna en bókin er metsölubók fyrir þessi jól. Á eftir Pétri les Heiðrún Ólafsdóttir ljóðskáld úr bók sinni Á milli okkar allt.
Síðast en ekki síst koma svo utan úr geimnum fulltrúar Inga Vítalín og kynna fyrstu íslensku vísindaskáldsöguna sem kom upphaflega út 1959. Bókin er nú endurútgefin af hinu framsækna bókaforlagi Lesstofunni.
Upplestur hefst laust eftir klukkan 20 og stendur í tæpa klukkustund. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Bókakaffið er nú opið frá 10-10 alla daga til jóla.