Leikfélag Hveragerðis æfir nú af fullum krafti leikritið um Línu Langsokk en leikritið verður frumsýnt næstkomandi laugardag.
Leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson og með aðalhlutverkið fer Esther Helga Klemenzardóttir. Með hlutverk Tomma og Önnu fara Axel Bjarkar Sigurjónsson og Ásdís Mjöll Halldórsdóttir. Undirleik annast píanósnillingurinn Guðmundur Eiríksson.
Frumsýning verður laugardaginn 10. mars og sýnt verður allar næstu helgar þar á eftir.
Alls koma nærri 30 manns að sýningunni með einum eða öðrum hætti.
Leikfélag Hveragerðis verður 65 ára á þessu ári og er því eitt af elstu áhugaleikfélögum landsins.