List án landamæra hjá VISS

VISS, vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi, tók þátt í List án landamæra í ár og hófst þátttakan á föstudaginn þar sem var boðið upp á viðburð á Vori í Árborg.

Þá var opið hús hjá VISS og gátu gestir búið til skrauthlut úr ull og ýmsum efnum sem hengdur var á hvítmálað grenitré. Grenitréð var barrnálahreinsað af hestum og þannig er verkið unnið með samspili manna og dýra. Viðburðurinn heitir Samspil – ull á tré.

Nokkur fjöldi gesta leit við á föstudaginn og tréð er orðið mjög fallegt eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.

Þetta fallega tré er til sýnis í VISS þessa viku þriðjudag til föstudags kl. 10-16 og er fólk hvatt til að koma og sjá það. Á sama tíma er tilboðsborð í verslun VISS með fullt af vörum.

Fyrri greinEldsupptökin ókunn
Næsta greinKaffiboðið sló í gegn