Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu á fullveldisdaginn fimmtudaginn 1. desember kl. 20.
Þá munu rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Pjetur Hafstein Lárusson og Þorvaldur S. Helgason lesa úr nýútkomnum bókum. Tenórinn Eyjólfur Eyjólfsson mun flytja nokkur lög og í listasafninu er sýningin Summa & Sundrung það sem áhorfendum gefst tækifæri á að ferðast um verk vídeó- og raflistarfrumkvöðlanna Gary Hill, Steinu og Woody Vasulka.
Það eru allir velkomnir á þessa aðventu- og fullveldishátíð sem styrkt er af Uppbyggingasjóði Suðurlands. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur.