Listræn ganga á Þingvöllum

„Myndin af Þingvöllum“ er yfirskrift fimmtudagsgöngu í Þjóðgarðinum á Þingvöllum í kvöld kl. 20.

Þar fjallar Einari Garibaldi Eiríksson, myndlistarmaður og sýningarstjóri samnefndrar sýningar á Listasafni Árnesinga, um hinar fjölbreyttu birtingarmyndir sem Þingvellir hafa notið í íslenskri myndlist sem og hönnun, kortagerð, ljósmyndun, ferðabókum og fjölmiðlun samtímans.

Gangan er skipulögð af Þjóðgarðinum á Þingvöllum í samstarfi við Upplit, menningarklasa uppsveita Árnessýslu.

Gönguferðin hefst klukkan 20:00 við fræðslumiðstöðina við Hakið og eru allir velkomnir.

Fyrri greinDagssektir komnar upp í 13 milljónir
Næsta greinRangárnar byrja hægt