Kaffihúsið Súfistinn á Laugavegi 18 í Reykjavík býður upp á ljóðaþrennu með lifandi tónlist á degi íslenskrar tungu, í kvöld kl. 20:30.
Dagskráin er haldin undir yfirskriftinni „Lífið og landið“ en þar munu Eyþór Árnason, Þórður Helgason og Benedikt Jóhannsson lesa úr ljóðum sínum.
Benedikt er frá Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi en í kvöld mun bróðurdóttir hans, Katrín Magnúsdóttir syngja lög við texta Benedikts undir gítarleik Rúnars Steins, sonar Benedikts.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.