Í kvöld kl. 20:30 verður ljóðadagskrá með lifandi tónlist á Kaffi Krús á Selfossi. Þorlákur Karlsson frá Hrauni í Ölfusi og Benedikt Jóhannsson frá Stóru-Sandvík lesa úr ljóðum sínum.
Þá mun bróðurdóttir Benedikts, Katrín Magnúsdóttir, syngja lög við texta Benedikts undir gítarleik Rúnars Steins, sonar Benedikts. Nokkur þekkt jólalög munu einnig fá að fljóta með.
Þetta er annað ljóðakvöldið sem er haldið undir yfirskriftinni „Lífið og landið“. Fyrra kvöldið var haldið fyrir fullu húsi á Súfistanum í Reykjavík, á degi Íslenskrar tungu, nú í nóvember.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.