Sunnlenska bókakaffið tekur þátt í hinni árlegu hátíð Vor í Árborg með ljóðasamkeppni og bókamarkaði.
Dagana 17. til 20. maí verður 50% afsláttur af 3.000 notuðum bókum sem eru í hillum verslunarinnar.
Sömu dagana geta gestir skilað inn ljóðum í ljóðasamkeppni þar sem yrkisefnið er bærinn okkar, Selfoss. Ljóðum ber að skila inn undir nafnleynd en í lokuðu umslagi sem fylgir skal koma fram rétt nafn höfundar.
Í dómnefnd ljóðasamkeppninnar eru þau Elín Gunnlaugsdóttir bóksali, Gylfi Þorkelsson og Jón Özur Snorrason sem báðir eru íslenskukennarar við FSu.
Ljóðunum verður að skila í verslunina á vorhátíðinni eða í síðasta lagi 21. maí. Þeir sem mæta í verslunina geta fengið blað, skriffæri og umslag til þátttöku á staðnum.
Vegleg bókaverðlaun í boði.