Þessa dagana er unnið að útgáfu á ljóðmælum Helgu Pálsdóttur á Grjótá í Fljótshlíð (1877-1973). Helga orti ættjarðarkvæði, eftirmæli, lausavísur og fleira.
Í ritinu sem kemur út í sumar birtast öll þekkt kvæði Helgu og þess getið um hvern er ort í hverju kvæði, eftir því sem föng eru á.
Með útgáfunni fæst merk heildarmynd af höfundarverki íslenskrar alþýðuskáldkonu fyrri tíðar. Jafnframt varpa ljóð Helgu ljósi yfir rangæskt mannlíf og menningarheim á öndverðri 20. öld.
Fremst í ritinu verður listi velunnara útgáfunnar og er forsala á verkinu langt komin. Bókin kostar í forsölu 5.000 krónur og þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta gert það á Facebook (Helga Pálsdóttir frá Grjótá).
Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti eða símleiðis, grjota@ simnet.is, sími 892-8577 (Ásta) / 8973374 (Bjarni). Lokað verður fyrir skráningu 15. maí næstkomandi. Bókina greiða velunnarar við afhendingu.
Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi.