Hr. Eydís er með nýja ´80s ábreiðu í dag og í fyrsta skiptið er ábreiðan íslensk. Loksins, loksins og það er lagið Presley með hljómsveitinni Grafík.
Lagið kom út á plötunni Leyndarmál árið 1987 og varð mjög vinsælt. Platan seldist líka feykilega vel eða í um átta þúsund eintökum sem þótti virkilega vel heppnuð plötusala. Eftir hljómsveitina Grafík liggja mörg gríðarlega vinsæl lög sem heyrast enn í dag og sveitin hefur líka alið af sér tvær risa stjörnur í íslensku tónlistarlífi, þau Helga Björns og Andreu Gylfa, auk fjöldan allan af frábærum hljóðfæraleikurum sem léku með sveitinni.
„Það var búið að standa lengi til að taka eitthvað með Grafík. Við sáum reyndar fyrir okkur að taka lagið Þúsund sinnum segðu já sem er auðvitað alveg æðislegt. En Erna Hrönn var með aðra hugmynd, hún vildi taka Presley. Við prufuðum lagið með henni og bara vá, Erna Hrönn algjörlega negldi það og við höfum tekið það á tónleikum síðan,“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís.