Lóurnar fylltu Húsið af söng

Í dag heimsótti sönghópurinn Lóurnar jólasýninguna í Húsinu á Eyrarbakka og söng nokkur jólalög.

Lóurnar eru skipaðar sex sunnlenskum söngkonum en þær eru Halla Dröfn Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Halla Marínósdóttir, Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Halldóra Steindórsdóttir og Elísabet Hermundardóttir, allar af svæðinu Selfoss-Hveragerði-Stokkseyri og menntaðar í tónlist.

Þær fluttu indæla jólalagadagskrá sem þær hafa verið að æfa og var klappað lof í lófa af ánægðum jólagestum sem troðfylltu stássstofuna í Húsinu.

Í lokin sungu Lóurnar eitt lag utandyra fyrir fugla himinsins sem voru í hundraðatali í garðinum við Húsið á meðan tónleikarnir voru.


Tónleikagestir voru á öllum aldri og gerðu góðan róm að tónlistarflutningnum. sunnlenska.is/Björn Ingi

Fleirir myndir frá tónleikunum má sjá á Menningar-Stað

Fyrri greinÞórir Evrópumeistari í þriðja sinn
Næsta greinSlys á fólki í tveimur óhöppum