Það hefur nú verið opinberað að tónlostamaðurinn Love Guru kemur til með að flytja Kótelettulagið 2022. „Sá þokkafulli“ hefur komið fram á hátíðinni á Selfossi síðastliðin 10 ár og orðin órjúfanlegur hluti af Kótelettunni.
Lagið heitir Heya Djamm og kemur það út á morgun, föstudaginn, 1. júlí, á öllum helstu streymisveitum veraldar.
Einhverjar vangaveltur eru um hvort Love Guru komi fram á hátíðinni í ár, hefur sá gulklæddi verið duglegur að gagnrýna framkvæmdarstjóra hátíðarinnar, Einar Björnsson, einnig þekktur sem Kótilettukallinn, á samfélagsmiðlum og krafist svara.
Í samtali við sunnlenska.is vildi Einar ekkert staðfesta hvort Love Guru komi fram eða ekki og þrátt fyrir góðar tengingar í bransann hefur blaðamanni ekki tekist að ná tali af Guru. Talsmaður hans benti á væntanlega færslur tónlostamannsins á Facebook og Instagram.
Þekktur smellur með indíána chanti
Lagið Heya kom fyrst út árið 1969 í flutningi höfundarins, Jim Stallings (J.J. Light) og má þar greina sterk áhrif forfeðra hans, Navajo indíána Norður Ameríku. Heya viðlagið er tekið beint upp úr trúar chanti indíána. Lagið kom nokkuð oft í ýmsum útgáfum fyrstu árin en náði hvergi miklum vinsældum, nema í Þýskalandi. Vinsælasta útgáfan hér á Íslandi, er einmitt þýsk og náði nokkrum vinsældum á Íslandi snemma í áttunni. Sú útgáfa var flutt af hljómsveitinni Blaze og heitir Heya Hey og var mikill verslunarmannahelgar smellur hér heima 1983-4 og náði þeim merka áfanga að komast á íslenska safnplötu.
PartýGuðinn hækkar daglega í technoinu í þessari nýju útgáfu en heldur samt í grunninn með indjána chanti og góðri melodíu. Komdu með á Guru Djamm, hann ætlar víst að bjóða þér og skemmta þér, segir í textanum.
UPPFÆRT: Smelltu hér til þess að hlusta á lagið.