Hollvinafélag Sumartónleika í Skálholtskirkju boðar til málþings um stöðu og framtíð Sumartónleika í Skálholtskirkju í Oddsstofu, Skálholtsbúðum, í dag kl. 16-18.
Framsöguerindi og pallborðsumræður.
Þorkell Helgason, stærðfræðingur.
Sigurður Halldórsson, listrænn stjórnandi Sumartónleika.
Þorbjörg Daphne Hall, lektor og fagstjóri í LHÍ.
Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti.
Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari.
Heiðrún Hákonardóttir og Elín Gunnlaugsdóttir, fulltrúar Hollvinafélagsins.
Fundarstjóri er Tryggvi Baldvinsson, verðandi deildarforseti tónlistardeildar LHÍ.
Málþingið er ókeypis og öllum opið.