Stokkseyringar og gestir þeirra halda sína níundu bryggjuhátíð nú um helgina. Fjöldi fólks var á Stokkseyrarbryggju í gærkvöldi.
Dagskrá dagsins í dag hefst með barnaskemmtun kl. 10:30 en kl. 13:30 verður skrúðganga hverfanna og í kjölfarið verður m.a. keppt í gleðibolta.
Í kvöld verða RetRoBot og fleiri unglingahljómsveitir á sviðinu milli 20 og 22 og á sama tíma er harmonikkudansleikur í íþróttahúsinu. Kl. 22 skemmtir hljómsveitin Buff og í nótt er ball á Draugabarnum með feðgunum Labba og Bassa.
Á morgun er m.a. töfrasýning, sandkastalakeppni og söguferð með Siggeiri Ingólfssyni.