Menningarkvöld til heiðurs Páli Lýðssyni

Fyrsta menningarkvöldið í menningarmánuðinum október í Árborg er í kvöld, fimmtudagskvöld. Það er til heiðurs Páli heitnum Lýðssyni, fræðimanni í Litlu-Sandvík.

Menningarkvöldið verður haldið í leikhúsinu við Sigtún (gamla iðnskólanum) og hefst kl. 21:00.

Þetta fyrsta kvöld er tileinkað Sandvíkurhreppnum og haldið til heiðurs Páli Lýðssyni, oddvita, bónda og fræðimanni frá Litlu Sandvík. Páll lést í umferðarslysi þann 8. apríl 2008.

Sérstakur gestur kvöldsins er Halldór Blöndal, fyrrverandi alþingismaður og mun hann rifja upp sögur af Páli. Guðmundur, sonur Páls, mun stjórna tónlistaratriðum nemenda úr Tónlistarskóla Árborgar og Ragnheiður Blöndal mun taka lagið.

Það er Lista- og menningarnefnd Árborgar sem hefur veg og vanda að menningaruppákomum í nóvember. Frítt er inn á kvöldið og eru íbúar hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi.

Fyrri greinEnginn sparnaður í niðurskurðinum
Næsta greinDæmdur í meðferð eftir fjölda brota