Á morgun, laugardag kl. 13:00, hefst menningarveisla Sólheima með fjölbreyttri dagskrá.
Dagskráin hefst við Grænu Könnuna með opnun á sýningu á listmunum frá vinnustofum Sólheima, ljósmyndasýningu Siggu Ellu, teikningum eftir Jón Baldur Hlíðberg, umhverfissýningu í Sesseljuhúsi og fleiru spennandi.
Fyrstu tónleikar menningarveislunnar verða tónleikar Sólheimakórsins, þar sem íbúar syngja saman undir styrkri stjórn Lárusar Sigurðsson tónlistakennara. Tónlistardagskráin heldur svo áfram alla laugardaga kl 14:00 fram til 9. ágúst.
Á vegum Sesseljuhúss verður fjöldi fyrirlestra í sumar og náttúruskoðun þar sem farið verður um Sólheimasvæðið og jurtir, blóm, býflugur og fleira skoðað undir leiðsögn sérfróðra einstaklinga.
Opnunarhátíðin hefst á laugardag kl 13:00 fyrir utan kaffihúsið og verður gengið á milli sýninga og endað á tónleikum í Sólheimakirkju.