Menningarveislan heldur áfram

Unnur Birna og Munaðarleysingjarnir flytja blúslög, þjóðlög og frumsamið efni í Sólheimakirkju kl. 14. Kl. 15 er fyrirlestur um neysluvatn í Sesseljuhúsi.

Á tónleikunum í Sólheimakirkju syngur Unnur Birna og spilar á fiðluna en meðleikarar hennar eru Halldór Gunnar Pálsson á gítar, Tómas Jónsson á hljómborð, Óskar Þormarsson á trommur og Brynjar Páll Björnsson á bassa.

Hrólfur Sigurðsson, matvælafræðingur og sérfræðingur hjá Matís fjallar um gæði og mikilvægi íslensks neysluvatns. Fyrirlesturinn hefst kl. 15 í Sesseljuhúsi.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Opið alla daga á Sólheimum á Menningarveislu.

Fyrri grein8000 gestir á Gaddstaðaflötum
Næsta greinHugsanlega aðeins jarðhitavatn