Kvikmyndasafn Íslands er stöðugt að bæta efni inn á vefinn islandafilmu.is. Meðal nýs myndefnis er kvikmynd Vigfúsar Sigurgeirssonar úr starfi Húsmæðrakennaraskóla Íslands á Laugarvatni árið 1951.
Myndin er stórmerkileg og myndefnið mjög skemmtilegt en í þessari mynd er fylgst með nemendum og kennurum skólans að sumarlagi.
Stúlkurnar baka hverabrauð, rækta grænmeti, hirða húsdýrin og útbúa allskyns kræsingar. Skólastarfið fór fram í fallegu húsi sem bar nafnið Lindin en skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Íslands á þessum tíma var Helga Sigurðardóttir.
Myndina má sjá hér að neðan: