Dýrlingsdagur Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands, er í dag, 20. júlí.
Til að minnast Þorláks verður að venju kvöldmessa í Þykkvabæjarklausturskirkju í kvöld. Eftir messu verða kaffveitingar með hefðbundnum hætti, til styrktar uppbyggingu staðarins.
Þorlákur var ábóti á Þykkvabæjarklaustri. Sumir telja hann jafvel þann almagnaðasta Íslending sem uppi hefur verið – enda tekinn í dýrlingatölu í kaþólskri trú.
Á meðan hann var ábóti á Þykkvabæjarklaustri sóttu margir til hans nám, en sjálfur hafði hann farið til mennta í Frakklandi.
Það er sr. Haraldur M. Kristjánsson, sóknarprestur í Vík, sem leiðir stundina í kvöld. Harpa Ósk Jóhannesdóttir og Gunnar Pétur Sigmarsson syngja af kunnri snilld – og leiða einnig fjöldasöng. Organisti er Brian Roger Haroldsson.