Sumarlestur í Bókasafni Árborgar hófst í síðustu viku og voru öll met slegin hvað varðar þátttöku, en um það bil níutíu börn mættu á svæðið.
Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, mætti á fyrsta sumarlesturinn og sagði krökkunum nánast allt sem hann vissi um geiminn, en þema sumarlestursins í ár er einmitt himingeimurinn.
Til þess að ramma inn stemmninguna hefur barnadeildin í bókasafninu verið skreytt í stíl við þemað og er óhætt að segja að útkoman sé glæsileg.
Sumarlesturinn er fjóra miðvikudaga í júní og eru næstu tímar á morgun, miðvikudag klukkan 11 og 13 og verður ekki minna gaman þá.