Miðasala gengur vel á styrktartónleika Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna sem fram fara í Háskólabíói á fimmtudaginn.
Það er orðinn árviss viðburður, að framvarðarsveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og stilli saman strengi til styrktar SKB. Árið í ár er engin undantekning og hefur dagskráin sjaldan eða
aldrei verið eins glæsileg. Á undanförnum árum hafa yfir 34 milljónir króna safnast á þessum tónleikum, og nú er markmiðið að sú upphæð hækki í 36.7 milljónir króna.
Þeir sem koma fram á fimmtudagskvöldið eru Sálin, Bubbi, Dikta, Ingó, Sveppi, Buff, Hvanndalsbærður, Friðrik Dór, The Charlies, Pollapönk, Skítamórall, Jónsi og fleiri.
Þetta er þrettánda árið í röð sem Concert og EB kerfi taka höndum saman og halda stórtónleika til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
Ennþá er hægt að nálgast miða á http://midi.is/tonleikar/1/6280