Miðaldra 80´s unglingar halda áfram með bestu lögin

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Þá er kominn föstudagur og „nýtt“ 80´s lag með Hr. Eydís er komið á YouTube. Eins og við sögðum frá í síðustu viku senda þeir Örlygur Smári, Ríkharður Arnar, Jón Örvar og Páll Sveins, fjórir miðaldra 80´s unglingar, frá sér nýtt lag á hverjum föstudegi á rás hljómsveitarinnar.

Í þetta sinn er það lagið Don´t Dream It´s Over með hljómsveitinni Crowded House sem kom út í október 1986.

Lagið varð á sínum tíma feykilega vinsælt og er enn til þessa dags eitt mest spilaða lag sem komið hefur frá suðurhveli jarðar, en söngvari Crowded House, Neil Finn, var nýsjálenskur og sveitarmeðlimir aðrir ástralskir.

Hr. Eydís á Instagram

 

Fyrri greinEngin pressa fyrir úrslitakvöldið
Næsta grein„Þú verður ekki betri en þarmaflóran þín“