„Mitt fólk á Suðurlandi kann að skemmta sér“

Herra lofar góðri stemningu á Sviðinu þann 19. apríl. Ljósmynd/Aðsend

Laugardaginn 19. apríl mætir Herra Hnetusmjör aftur á Sviðið Selfossi og heldur tvenna tónleika, partýtónleika og fjölskyldutónleika.

Herra Hnetusmjör hélt tónleika á Sviðinu í nóvember síðastliðnum sem voru útgáfutónleikar fyrir KBE kynnir: Legend í leiknum. Sú plata kom út síðasta haust og óhætt er að segja að stemningin á þeim tónleikum hafi verið einstök.

„Stemningin í fyrra var alveg tryllt. Fólk var sitjandi á öxlum. Mér fannst það helvíti skemmtilegt. Mitt fólk á Suðurlandi kann að skemmta sér, svo ég á ekki von á verri stemningu núna,“ segir Herra í samtali við sunnlenska.is.

„Mér finnst alltaf gaman að renna austur og líður alltaf smá eins og ég sé kominn heim þegar ég renn niður Kambana, enda uppalinn í Hveragerði. Ég hlakka líka mikið til að svara kallinu með fjölskyldutónleika fyrr um daginn en það concept hjá mér í Kópavogi hefur verið vel sótt og stefnir í uppselt gigg hjá yngstu kynslóðinni á Suðurlandi,“ segir Herra kátur að lokum.

Hægt er að nálgast miða á parýtónleikana hér og á fjölskyldutónleikana hér.

Fyrri grein„Bindum miklar vonir við þessa staðsetningu“
Næsta greinVokes-frændur veittu ÍH náðarhöggið