Um helgina verður haldin ráðstefna um norrænar bókmenntir á sautjándu öld í Skálholti.
Ráðstefnan er haldin á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Skálholts. Þar munu erlendir og innlendir fyrirlesarar fjalla um ný viðhorf til skilnings og túlkunar, einkum á sviði mælskufræði og textafræði. Öllum er heimil þátttaka.
Á laugardag kl. 15 verða tónleikar í Skálholtskirkju. Þar munu Hanna Loftsdóttir selló, Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðla og Guðrún Óskarsdóttir semball flytja verk frá barokktímanum.
Dagskrá ráðstefnunnar á www.arnastofnun.is en nánari upplýsingar og skráning eru á heimasíðu Skálholts, www.skalholt.is.