Módelteikning í listasafninu

Ljósmynd/Aðsend

Á undanförnum árum hefur Guðrún A. Tryggvadóttir, myndlistarmaður, staðið fyrir ýmsum námskeiðum í myndlist, bæði í Listasafni Árnesinga sem og víðar á Suðurlandi en árlegur viðburður er janúarnámskeið í módelteikningu- og málun í Listasafni Árnesinga.

Í ár verður námskeiðið haldið helgina 20. og 21. janúar. Teiknað verður eftir lifandi módeli í lengri og styttri stellingum með fjölbreyttum tækniaðferðum. Námskeiðið er öllum opið, bæði byrjendum sem lengra komnum, á meðan pláss leyfir.

Í námskeiðinu er lögð aðaláhersla á flæði og persónulega tjáningu og fjölbreyttar leiðir til að takast á við að teikna og mála mannslíkamann.

Námskeiðið hefst kl. 10:00 báða dagana og lýkur kl. 17:00. Námskeiðsgjald er 45 þús. og allt efni er innifalið.
Allar nánari upplýsingar og skráning á gudrun@tryggvadottir.com eða í síma 8635490.

Fyrri greinDaníel bætti 39 ára gamalt héraðsmet
Næsta greinÓlafur Elí tilnefndur sem Íþróttaeldhugi ársins