Sýningin Margt verður til í kvenna höndum var opnuð síðastliðinn laugardag í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð.
Sýningin er sett upp af Kvenfélaginu Einingu í Hvolhreppi og hafa konur úr félaginu lagt mikla vinnu í að koma sýningunni upp. Þar má finna handverk sem allt hefur verið unnið með nál, sem og verkfæri sem notuð hafa verið til sauma.
Sýningin verður opin frá kl. 12-18, laugardaga og sunnudaga til 9. október. Einnig verður hægt að taka á móti hópum á virkum dögum.
Fjölmenni var við opnunina, fluttar ræður og tónlistaratriði auk þess sem stór hópur fólks var klætt þjóðbúningum í tilefni af opnuninni.
