
Laugardaginn 13. ágúst kl. 15 verður gleðistund að Kvoslæk í Fljótshlíð.
Þá ætlar Jóhann Ísak Pétursson, jarðfræðingur, leiðsögumaður og kennari við Leiðsöguskóla Íslands, að lýsa í máli og myndum stórbrotnum kröftum sem mynduðu og mótuðu landslagið við Markarfljót og í Þórsmörk.
Kaffiveitingar verða að loknum fyrirlestrinum og er aðgangur ókeypis.