Munaðarlaus sex ára gömul

Í nýútkominni bók, Höfuðdagur, skrifar höfundurinn, Ingólfur Sverrisson, bréf til móður sinnar en síðasta höfuðdag voru 100 ár liðin frá fæðingu hennar.

Hún hét Andrea Gíslína Jónsdóttir og fæddist á Stokkseyri árið 1923 og sex ára gömul var hún orðin foreldralaus. Þá var hún sveitarómagi, eins og hún kallaði sig sjálf, og svo var hún tekin fóstur að Grímsfjósum á Stokkseyri til hjónanna Halldóru Jónsdóttur og Markúsar Þórðarsonar og var þar næsu tíu árin. Hjá betra fólki hefði hún ekki getað lent.

Höfuðdagur er bók sem skilur eftir sig notalega tilfinningu þrátt fyrir að rætur viðfangsefnisins séu allt annað en ánægjulegar.

Hvað olli því síðan að Andrea Gíslína flutti norður til Akureyrar árið 1939?

Fréttatilkynning

Fyrri grein„Allt annars eðlis en fólk á að kynnast inni í kirkjunum“
Næsta grein„Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert“