Gallerí Fold opnar sýninguna Árstíðir á verkum eftir Víði Mýrmann Þrastarson, laugardaginn 25. janúar milli kl 14-16.
Sýningin Árstíðir eftir Víði “Mýrmann” Þrastarson samanstendur af níu verkum sem sýna fjórar árstíðir. Dulúðar og rómantískar aðstæður setja svip á verkin og þar sem hann notar táknrænar ímyndir á borð við kýr, kindur, hrafna og báta til að leiða áhorfandann í gegnum óskerta náttúru og óbyggðir. Fræðilegur grunnur verkanna er vandlega rannsakaður og notast Mýrmann við hugmyndir táknfræði, rómantíkur, dulspeki og sjamanisma. Áskorunin sem Mýrmann setti sér fyrir þessa sýningu var að bera saman listina sem hugmynd og listina sem hlut í raunheimum.
Mýrmann sækir innblástur úr uppruna sínum og nærumhverfi, Hveragerði. Hann notast mest við olíu á striga, en hann lærði handtökin hjá hinum virta norska listmálara Odd Nedrum. ÁRið 2019 lauk hann mastersgráðu í hönnunarnámi frá UCA í Bretlandi. Mýrmann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, ásamt því sem hann hefur staðið fyrir um tuttugu einkasýningum. Þetta er önnur einkasýning Mýrmanns í Gallerí Fold.
Unnur Birna og Björn Thoroddsen ásamt Skúla Gísla og Sigurgeir Skafta Flosasyni munu leika nokkur vel valin lög og halda uppi stemmningu á milli kl 14-15:30.