Námskeið í módelteikningu og málun hjá Guðrúnu Tryggva

Guðrún við verk sitt Formæðraherinn sem hún gaf til Listasafns Árnesinga. Ljósmynd/Aðsend

Helgina 18.-19. janúar býður Listrými upp á námskeið í módelteikningu og -málun í sal Rauða krossins í Hvergerði. Kennari á námskeiðinu er Guðrún Arndís Tryggvadóttir, myndlistarkona.

Fyrri daginn verður teiknað eftir lifandi módeli, bæði með blýanti, kolum og krít. Seinni daginn verður málað eftir módeli, með vatnsleysanlegum litum, t.d. vatnslitum og akríl, á pappír eða léreft. Stefnt að því að losa um hömlur og vinna frjálslega og persónulega með viðfangsefnið. Verkfæri og pappír verður á staðnum.

Masterclass í febrúar
Í febrúar verður Guðrún síðan með Masterclass í akríl- og olíumálun þar sem áherslan verður á að skoða efnafræðina og meta hvernig efnið hjálpar hugmyndinni sem unnið er með hverju sinni. Æfing í litablöndun og lagskiptri vinnu með akríl og olíu. Möguleikar beggja miðla kannaðir og virkjaðir. Þetta er námskeið fyrir fólk sem hefur þegar málað eitthvað en vill verða öruggara í vinnubrögðum og auka við kunnáttu sína við að tengja efnisnotkunina betur hugmyndinni sem unnið er út frá hverju sinni. Unnið er í þremur lotum og áfram heima inn á milli.

Listrými mun einnig standa fyrir örnámskeiðum í vetur um hin ýmsu svið myndlistarinnar, auk lengri námskeiða s.s. úr huga í efni, þar sem hugmyndaþróun er tekin föstum tökum og portraitteikning- og málun.

Allar nánari upplýsingar um námskeið Listrýmis veitir Guðrún í sima 8635490 og á gudrun@tryggvadottir.com og einnig má finna upplýsingar á tryggvadottir.com.

Fyrri greinAlexander framlengir til 2027
Næsta grein„Þurfum að vera á varðbergi gagnvart náunga okkar“