Laugardaginn 4. júlí kl. 15 koma nemendur úr Listaháskóla Íslands ásamt Sigurði Halldórssyni og meðlimum úr franska barokkhópnum Nevermind fram í Skálholtskirkju og sýna afrakstur barokkvinnustofu.
Flutt verður Svíta úr óperu Elizabeth-Claude Jacquet de La Guerre, Cephalis et Procris. Klukkan 17 flytur Nevermind franska barokktónlist, m.a. eftir Couperin, Quentin og Guillemain.
Nevermind er hópur fjögurra ungra hljóðfæraleikara og vina úr Conservatoire Supérieur í París. Þau kynntust í gegnum ástríðu sína á eldri tónlist, djasstónlist og þjóðlagatónlist og stofnuðu hópinn Nevermind. Markmið hópsins er að deila tónlist 17. og 18. aldar til eins breiðs áhorfendahóps og mögulegt. Vinátta og ástríða þeirra fyrir tónlistinni skín í gegn í flutningi þeirra á þeim fjölda tónleika sem hópurinn kemur fram á um allan heim.
Á sunnudaginn 5. júlí, sjá nemendur úr Listaháskóla Íslands um dagskrána. Kl. 14 flytur Þorgrímur Þorsteinsson erindið Alvör, sem er byggt á BA lokaverkefni hans í Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands, þar sem myndað var teymi flytjenda, tónskálda og framleiðenda um hljóðritanir, miðlun og útgáfu á nýrri tónlist. Inn í erindið verða fléttuð verk eftir nemendur úr skólanum, Örn Ými Arason, Þorkel Nordal, Örnfólf Eldon Þórsson og Axel Inga Árnason.
Að erindinu loknu, eða kl. 15, flytja Kór og Sinfóníetta Listaháskóla Íslands tónlist eftir samnemendur sína. Stjórnendur kórsins eru þeir Steinar Logi Helgason og Sigurður Árni Jónsson, en þeir eru einnig nemendur skólans.