Níu smásagnahöfundar verðlaunaðir

Ljósmynd/GÍH

Eins og venjulega taka nemendur Grunnskólans í Hveragerði þátt í ensku smásagnakeppninni sem Félag enskukennara á Íslandi heldur fyrir grunn- og framhaldsskóla landsins, í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september.

Smásögurnar voru skrifaður út frá enska orðinu „Power“, sem er þema keppninnar í ár. Nemendur skrifuðu margar frábærar smásögur og verður úrval þeirra sett upp á sýningu á bókasafninu í Sunnumörk í aðventunni en auk þess verðlaun skólinn sérstaklega þær þrjár smásögur sem þóttu skara fram úr.

Í flokknum 5. bekkur og yngri fengu verðlaun þau Haukur Kári Röðulsson, Hekla Sól Jóhannsdóttir og Snædís Freyja Stefánsdóttir. Í flokknum 6.–7. bekkur fengu verðlaun þau Hera Fönn Lárusdóttir, Árni Snær Jóhannsson og Dagbjört Fanný Stefánsdóttir og í flokknum 8.–10. bekkur fengu verðlaun þau Elísa Sigurrós Guðmundsdóttir, Eva Rut Jóhannsdóttir og Kiefer Rahaad Arabiyat Bárðarson.

Sigmar Karlsson stigsstjóri elsta stigs og Kolbrún Vilhjálmsdóttir, stigsstjóri miðstigs, afhentu vinningshöfunum glæsileg bókaverðlaun og viðurkenningarskjal og sendir skólinn þær smásögur áfram í landskeppnina.

Ljósmynd/GÍH
Ljósmynd/GÍH
Fyrri greinSunnlenskar stelpur í körfubolta
Næsta greinJólagleði í Tryggvagarði