Á Degi íslenskrar tungu á morgun, þriðjudaginn 16. nóvember, lesa nemendur 10. bekkjar Hvolsskóla Brennu-Njáls sögu.
Þetta er sjötta árið í röð sem Njála er lesin í tilefni dagsins og hefst lesturinn kl. 8:15 að morgni og lýkur kl. 19:00. Lesturinn er brotinn upp stöku sinnum yfir daginn með atriðum nemenda Hvolsskóla auk gesta.
Heiðursgestur að þessu sinni er Guðni Ágústsson sem er einna fróðastur Íslendinga um Njálu. Lárus Ágúst Bragason sem er ekki síður fróður um Njálu les Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson. Gestir eru hjartanlega velkomnir.
Á heimasíðu Hvolsskóla www.hvolsskoli.is má sjá dagskrána í heild sinni.