Fjölskyldu- & Bæjarhátíðin Flúðir um Versló 2022 fer fram um verslunarmannahelgina á Flúðum í Hrunamannahreppi. Dagskráin er með glæsilegra móti og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Á föstudag verður meðal annars boðið upp á Pub-Quiz á Sæsabar, uppistand með Pétri Jóhanni og dansleik með Babies flokknum.
Á laugardag verður barna og fjölskylduskemmtun eftir hádegi, traktoratorfæran vinsæla er á sínum stað auk þess sem nú verður boðið upp á sláttutraktoratrylling. Um kvöldið verður skemmtikvöld í félagsheimilinu og dansleikur með Stuðlabandinu.
Á sunnudag verður meðal annars furðubátakeppnin sem áratuga hefð er fyrir, brenna og brekkusöngur í Torfdal og dansleikur með Jónsa og Unni Birnu í félagsheimilinu.