Næstkomandi föstudag, þann 12. ágúst, verður heljarinnar nostalgíupartý á Hótel Örk í tilefni Blómstrandi daga.
Kynnir kvöldsins er sjálfur Erlendur úr Verbúðinni, fjölmennt landslið söngvara og tónlistarmanna skipar hljómsveitina og Ívar Örn Guðjónsson stjórnar nostalgíu pub quiz (manstu eftir Föstum liðum og Friends?) í hléi.
Glæsilegir vinningar eru í pub quizinu en einnig verða veitt þrenn búningaverðlaun: Fyrir besta 80’s búninginn, besta 90’s búninginn og besta Verbúðarbúninginn. Það er samt alls engin skylda að mæta í búningi.
Umfram allt verður þetta hrikalega skemmtilegt kvöld með öllum hæfileikabúntunum sem taka þátt að þessu sinni.
Forsala miða er á bæjarskrifstofunni og Hótel Örk og er miðaverð í forsölu 3.000 krónur.